Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin lausn í sjónmáli með Suðurnesjalínu 2
Föstudagur 28. ágúst 2020 kl. 09:11

Engin lausn í sjónmáli með Suðurnesjalínu 2

Undanfarnar vikur og mánuði hafa sveitarfélögin sem fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 mun liggja um fjallað um málefni framkvæmdarinnar. Skipulagsstofnun gaf út álit fyrr á árinu, þar sem sveitarfélögunum var beinlínis uppálagt að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi legu og gerð línunnar. Sem kunnugt er hafa bæði Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar lýst sig andsnúna þeirri hugmynd að línan verði loftlína, en verði þess í stað lögð í jörðu. Landsnet hefur hins vegar lagt til loftlínu.

„Fundað hefur verið með ýmsum aðilum um málið, t.d. jarðvísindamönnum, Orkustofnun, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og Landsneti. Lausn er því miður ekki enn í sjónmáli. Bæjar­stjórn mun á næsta fundi sínum fjalla um málið og þau gögn sem fram hafa komið undanfarið. Í kjölfarið má gera ráð fyrir að samtal eigi sér stað milli sveitarfélaganna annars vegar og Landsnets hins vegar þar sem áhersla verður lögð á að ná ásættanlegri niðurstöðu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, í pistli sem hann skrifar og birtir á vef sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024